We Are The Ancestors
Gabriel Walker, Ron Whitehead, Lee Pennington, Rani Whitehead, And J. M. White
3:12Flosna í sundur þéttir reflar sögunnar Ótal veruleikar skella saman brotna og blæða í þúsund kvíslar Raknar upp allt sem var og er og verður Rís úr svellandi hafi sverð Gullveigar Vörður tímans tætir í sundur línu dregur hring innan hrings Plágur, flóð, hungur heimsálfur brenna sól sortnar vænghaf hungraðra æra vitund brennur eldur undir ís Gullveig mundar sverð sannleikans klífur í sundur þunga efnisklafa Svarthol einmannaleika lokast Berir fætur snerta mosabreiður hjörtu slá fornan takt undir þungbúnum himni Rúna refill samofinn samfélagar finnast samfélög tvinnast Þau sem áður voru hokin, hrædd og þreytt vefa þræði trausts sín á milli klæða sig úr óttanum Öld Loka er lokið Klífa sólstafi Regnbogabrú á milli þessa heims og annara Frigg opnar faðm jarðar Þar sitja þær allar gyðjur stórar sem smáar undir sverði Gullveigar og veita valkyrjum lausnar Þar sem er endir er upphaf þar sem er upphaf er endir Allt sem framkallast í hugamynd er var eða verður Orðið ofið úr þráðum hugans fætt inn í hið snertanlega með tilfinningakrafti Flekkleysi orða þinna er þinn ofurkraftur Án tærleika og heiðni eru orð tortímandi Og öld Loka er lokið –vitið þér enn eða hvað?