Ástin Þín Er Farin

Ástin Þín Er Farin

Bubbi Morthens

Альбом: Ljós Og Skuggar
Длительность: 6:06
Год: 2023
Скачать MP3

Текст песни

Allt í einu virðist nóttin vetrarkvöld
Og vorið líkt það hafi aldrei komið inn
Í hjartað og ástin lifði á annarri öld
Getur verið ég hafi kysst þína kinn

Og orð okkar féllu föl milli glasa
Og fegurðin þurrkaði út tíma og rúm
Og van gogh setti blómin í vasa
Og kjarval málaði hraun og næturhúm
Segðu bless ástin þín er farin
Segðu bless harmurinn er þinn
Segðu ég elska þig er þú ferð að sofa
Opnaðu faðminn þú ert draumurinn

Engin blekking börnin koma til þín
Biðjandi um ást frá sumrinu sem leið
Og hjarta þitt hvíslar komið öll til mín
Ráðvillt þau finna aldrei rétta leið

Þú veist þó hún svæfi sæl til enda
Tímans þá ertu einn með sjálfum þér
Í margmenni og fólkið byrjar að benda
Á bláu myndina sem hangir hér

Segðu bless ástin þín er farin
Segðu bless harmurinn er þinn
Segðu ég elska þig er þú ferð að sofa
Opnaðu faðminn hún er draumurinn

Sólin og tunglið velja alltaf það skásta
Og saman eiga þau daginn og nótt
Og milli handa þeirra þið nutuð ásta
Þakklát ástfangin með hitasótt

Birtan kom og fór sem fyrir galdur
Fegurðin vakti þig með léttum koss
Og rödd hennar var sem öldufaldur
Sem féll yfir þig sem svalur foss

Segðu bless ástin þín er farin
Segðu bless harmurinn er þinn
Segðu ég elska þig er þú ferð að sofa
Opnaðu faðminn hún er draumur þinn
Glerið geymir fingra hennar för
Og finna má lykt hennar ennþá
Sem hittir hjarta þitt sem banvæn ör
Og magnar upp minningar og þrá

Segðu bless ástin þín er farin
Segðu bless sársaukinn er þinn
Sjáðu í fangi hans virðist hún sæl sofa
Segðu bless nú ert þú draumurinn