Sem Aldrei Fyrr
Bubbi Morthens
4:29Þú vökvar ekki blóm með bensíni Í þrumuveðri rósa rignir myrkri Þú fæddist í lífsins ljósi Lífið hélt á þér í hendi styrkri Þú fréttir hjá fjöldanum að sök þín Fyrnist aldrei né mun týnast Og nafn þitt færðu aldrei aftur Þú sérð bros en enginn er að grínast Ástin verður aldrei samt hrakin Úr hjörtum manna né nakin Sett á forsíður eingöngu til að sýna Að þess fordæmda bíður pína Þú ert á meðal vor en enginn sér þig Allir vinirnir hljóðlega hverfa Sólin lokar augum neitar að skína Á þig og skömmina börn þín erfa Í þrumuveðri rósa rignir tárum Þú vökvar ekki hjartað með lygi Kærleikur og samúð og samkennd Er þín eina leið þinn himnastígi