Riggarobb

Riggarobb

Papar

Длительность: 2:16
Год: 2006
Скачать MP3

Текст песни

Túra – lúra – ligga – lobb
Ja, - þvílíkt og annað eins riggarobb
Er ég fór á sjó með Sigga Nobb
Og Sigga Jóns og Steina

Túra – lúra – ligga – lobb
Ja, - þvílíkt og annað eins riggarobb
Er ég fór á sjó með Sigga Nobb
Og Sigga Jóns og Steina

Genginn var á Gerpisflak
Sprotafiskur með sporðablak
Og okkur langaði út á skak
Ekki' er því að leyna

Ég segi alveg satt frá því
Að komist við höfðum aldrei í
Annað eins feikna fiskerí
Frá því skal nú greina

Hann stökk á krókana rið í rið
Og gaf okkur aldrei grunnmálið
Já, handóður, bandóður var hann við
Og veitti' ei miskun neina

Í hverjum drætti strollan stóð
Og vaðbeygjur sungu af vígamóð
Og seinast var skipshöfnin orðin óð
Ekki' er því að leyna

Túra – lúra – ligga – lobb
Ja, - þvílíkt og annað eins riggarobb
Er ég fór á sjó með Sigga Nobb
Og Sigga Jóns og Steina

Túra – lúra – ligga – lobb
Ja, - þvílíkt og annað eins riggarobb
Er ég fór á sjó með Sigga Nobb
Og Sigga Jóns og Steina

Lestin var full og lúkarinn
Og bísna siginn var báturinn
Þegar við héldum aftur inn
Ekki' er því að leyna

Hann gerði hvassa austanátt
Og þá var öldunum dillað dátt
Og uppi þær höfðu gaman grátt
Og gáfu' ei miskun neina

En þetta fór nú þannig að
Við náðum landi á Neskaupsstað
En slembilukka þótti það
Því er ekki' að leyna

Menn gláptu á okkur gáttaðir
Þeir höfðu ekki séð slíka hleðslu fyrr
Að við værum allir vitlausir
Vildu sumir meina

Túra – lúra – ligga – lobb
Ja, - þvílíkt og annað eins riggarobb
Er ég fór á sjó með Sigga Nobb
Og Sigga Jóns og Steina

Túra – lúra – ligga – lobb
Ja, - þvílíkt og annað eins riggarobb
Er ég fór á sjó með Sigga Nobb
Og Sigga Jóns og Steina